REITIR: Uppgjör fyrstu þriggja mánaða ársins 2025
GlobeNewswire·2025-05-15 17:37
Góður tekjuvöxtur í kjölfar kröftugrar fjárfestingar á liðnu ári Rekstur Reita á fyrstu þremur mánuðum ársins 2025 var góður og í takti við útgefnar horfur um afkomu. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 2.801 m.kr. og eykst um 187 m.kr milli ára eða 10,2%. Tekjur fjórðungsins voru 4.305 m.kr. sem er aukning um 384 m.kr. eða 9,8% og er sá vöxtur drifinn af verulegri fjárfestingu félagsins á liðnu ári, þar á meðal í markvissum eignakaupum, auk verðlagsbreytinga leigusamninga. Félagið fjárfesti fyrir um ...